Sunday, November 25, 2007






Jæja, tími til komin að kynna ykkur fyrir nýju meðlimum í fjölskyldunni okkar hérna í Tidlock House! Þetta eru Lubbi (þessi dökki) og Smoothie (albínóinn), þeir eru Ferret (á ensku) eða Frettur (á íslensku) en ég vil frekar segja merðir...

Smoothie er uppáhaldið mitt, hann er blíður og glettinn og finst gott að láta klappa sér ;)

Lubbi er æði líka nema að fyrstu kynni okkar (bara í gær) og þær stundir sem eftir fylgdu er því miður mikið af honum að bíta mig... og hann bítur fast! Við ætlum okkur að kenna honum að bíta ekki en ef það gengur ekki þá verðum við að skila honum í von um að hann geti fundið betra heimili með fólk sem er vant frettum.

Segið "Hæ Lubbi & Hæ Smoothie"!!

~Spookyo_O er pabbi!

6 comments:

Freyja Eilif said...

oooo, mig langar að hnoða þá til dauða! muah! :*

OlgaMC said...

vá!

en hey, langaði bara að benda þér á þessa frétt
http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?verold=1;nid=1305280

þar sem þessi kona skemmti okkur svo mikið þegar við vorum í london.

Jóhanna María said...

Hæ smoothie og hæ Lubbi og hæ Haffi

Unknown said...

Awww. Sætir. ^^

Baula said...

hæ Lubbi og hæ smoothy!!!
mikið gasalega eru börnin þín falleg, ég vissi alltaf að þú myndir eignast myndarleg börn!!

Arna said...

Hæ Lubbi og hæ smoothie.... Vá hvað þeir eru ógó sætir :o Hlakka til að hitta þá vonandi á næsta ári :D

EN Haffi þú kemur heim eftir 8 daga!!!!! VEI!!!!!!!